Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Það er nóg að fólk haldi að það séu kosningar. Kjósendur ráða engu,völdin eru í höndum þeirra sem telja upp úr kjörkössunum.
Jósef Stalín
Beint frá býli.
Beint frá býli.
Atvinnumál  07. september 2013

Heimavinnsla gæti lagst af hér á landi ef eftirliti með henni verður ekki breytt

Heimavinnsla gæti lagst af hér á landi ef eftirliti með henni verður ekki

Stjórn Beint frá býli fundaði um málefni félagsins þann 3. sept og bar þar m.a. á góma framkoma Mast gagnvart heimavinnsluaðilum í mjólkurúrvinnslu. Stjórn bókaði eftirfarandi vegna þeirra fregna:

Aðgerðir M.A.S.T. gegn heimavinnslu.

Mast hefur tekið við eftirliti með helstu heimavinnsluaðilum sem framleiða úr mjólk og notar við það eftirlit skoðunarhandbók fyrir matvæli úr dýraríkinu. Er það sama bók og stofnunin notar við skoðun á stóru afurðastöðvunum. Greinilegt er að samkvæmt þeirri bók er ekki gert ráð fyrir að smáframleiðendur fái neinar tilslakanir frá ákvæðum þeim sem í bók þeirri er að finna. Og gildir þá sama hvort sem framleitt er úr 1 tonni á ári eða á klukkutíma.

Mast hefur nú gert atlögu að a.m.k. tveimur framleiðendum mjólkurvara, þar sem verulegar athugasemdir voru gerðar og kallað á kostnaðarsöm viðbrögð frá stjórnendum á mjög stuttum tíma, jafnvel þótt báðir hafi verið með gild og athugasemdalaus starfleyfi.

Verði eftirlit með allri heimavinnslu grundvölluð á þessari skoðunarhandbók, má búast við að heimavinnsla leggist af. Staðið hefur til í langan tíma eftir því sem starfmenn MAST hafa sagt að stofnunin skilgreini hvað sé heimavinnsla og útbúi sérstaka handbók fyrir hana og aðra smávinnslu, en það hefur ekki komist í verk og þá er hin stóra bók bara notuð!

Á sama tíma og þetta gerist boðar forsætisráðherra, í samstarfi við Samtök atvinnulífsins að bregðast þurfi við íþyngjandi regluverki á hendur smá fyrirtækja. Þess vegna hefur stjórn BFB áhveðið að óska eftir fundi með forsætisráðherra, fulltrúa stjórnar Samtaka atvinnulífsins og formanni Bændasamtaka Íslands, til að ræða framtíð heimavinnslu á Íslandi, með hliðsjón af íþyngjandi regluverki sem og að kalla eftir ákveðnari skilgreiningu á hvað er smáframleiðandi og hvort að heimavinnsla sé smáframleiðsla eða eitthvað annað. Þá vantar og að skilgreina Ísland sem eitt markaðssvæði (lokal) til að allir smáframleiðendur sitji við sama borð með aðgang að markaði.

Formanni falið að leita eftir fundi með ofangreindum aðilum.
Þá hefur stjórn falið lögmanni félagsins að mótmæla þessu vinnulagi stofnunarinnar og undirbúa samantekt og greinargerð máli þessu til stuðnings.
Þá kom einnig fram í máli formanns félagsins að bréfum sem send hafa verið bæði til Mast og fleiri opinberra aðila, er ekki svarað og ef þeim er svarað þá er það seint og um síðir.

Beint frá býli hefur ávalt viljað viðhafa vönduð og fagleg vinnubrögð í samskiptum við opinbera aðila og finnst því mjög óeðlilegt að opinberar stofnanir sem fara eiga að lögum um t.d. opinbera stjórnsýslu, sýni ekki einu sinni þá kurteisi að svara eða óska eftir lengri fresti til að svara erindum.

- Fréttatilkynning -

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 63.033 sinnum.