Hringsj
hringsja.360.is

Mikill verðmunur er á hjólbörðum.
Mikill verðmunur er á hjólbörðum.
Neytendamál  18. október 2010

Verum á verði og gerum verðsamanburð!

Í ljós kemur að mikill verðmunur er á hjólbörðum í hverjum stærðarflokki

Könnun Neytendastofu á verði hjólbarða eftir stærðum  á hjólbarðaverkstæðum og hjá umboðssölum fór fram 7.-11. október sl. Ekkert mat er lagt á gæði hjólbarða. Í úrtaki Neytendastofu  eru upplýsingar um verð hjá 28 fyrirtækjum.  Eingöngu var kannað lægsta verð  hjólbarða eftir stærð, óháð tegund.

Stærðir sem kannaðar voru  eru 14“, 15“, 16“ og 17“ hjólbarðar fyrir fólksbíla. Niðurstöður  um verð hjá öllum fyrirtækjunum sem kannað var  hjá eftir stærðum og vörumerkjum  má sjá hér

Í ljós kemur að mikill verðmunur er á hjólbörðum  í hverjum stærðarflokki . Mestur munur var á 17 tommu heilsárs hjólbörðum eða 146%. Tekið skal fram að margir af þeim aðilum sem tóku þátt eiga von á nýrri sendingu af hjólbörðum og geta verðin þá breyst.  Neytendastofa vill auk þess benda á gæða –og verðkönnun FÍB, sjá hér og jafnframt hefur ASÍ gert verðkönnun á þjónustu hjólbarðaverkstæða, sjá hér.

Neytendastofa bendir á að ferli við val og kaup á hjólbörðum getur reynst neytendum flókið en kannanir eru til þess fallnar að veita þeim betri yfirsýn um framboð og verð á markaðnum.
Í neðangreindri töflu er að finna yfirlit um mesta verðmun sem kom fram milli söluaðila. Verðin í töflunni eru staðgreiðsluverð og  þar sést  loka verð á einu dekki þar sem tekið hefur verið tillit  til afsláttar sem í boði var þegar könnunin var gerð.

Sjá nánar á vef Neytendastofu

www.neytendastofa.is

 - Fréttatilkynning -