Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Sá, sem vill, finnur lausn; sá sem vill ekki, finnur afsökun.
Leigutakar og leigusalar eru hvattir til að kynna sér húsaleigulögin vel.
Leigutakar og leigusalar eru hvattir til að kynna sér húsaleigulögin vel.
Neytendamál  14. desember 2010

Ástand leiguhúsnæðis

Neytendasamtökin hvetja leigutaka og leigusala til þess að kynna sérhúsaleigulögin vel.

Við afhendingu á húsnæði að vera í fullnægjandi ástandi, hreint, hreinlætis- og eldhústæki í lagi o.s.frv.

Ef húsnæði er ekki í samræmi við samning, húsaleigulögin eða það sem leigjandi mátti gera ráð fyrir getur hann gert eftirfarandi:

- Kvartað SKRIFLEGA við leigusala innan eins mánaðar frá afhendingu húsnæðisins og krafist úrbóta. Ef þetta er ekki gert innan mánaðar er litið svo á að leigjandi sætti sig við ástand húsnæðisins.
- Ef gallar á húsnæðinu koma fram síðar skal leigjandi kvarta innan tveggja vikna frá því gallanna verður vart.
- Ef leigusali bætir ekki úr göllum á húsnæðinu innan mánaðar má leigjandi sjálfur bæta úr þeim og draga kostnaðinn frá leigunni. Fyrst þarf þó að fá samþykki byggingarfulltrúa.
- Ef leigusali hefur ekki bætt úr göllunum innan tveggja mánaða frá því honum barst kvörtunin og gallarnir á húsnæðinu eru verulegir má leigjandi rifta samningnum. Það þarf hann þó að gera innan tveggja mánaða frá því vanefndir leigusala koma í ljós.
- Þá á leigjandi rétt á lækkun leigu meðan gallarnir eru til staðar, en sú lækkun fer eftir mati byggingarfulltrúa.

Því miður er það svo að oft gleymist að kvarta skriflega og leigjendur halda sumir að nóg sé að kvarta símleiðis eða augliti til auglitis og svo sé hægt að rifta samningnum. Það er þó ekki nægilegt og leigjandi sem ekki kvartar skriflega hefur lítið í höndunum máli sínu til stuðnings. Eru leigutakar og leigusalar því eindregið hvattir til að kynna sér húsaleigulögin vel.

Greinin birtist á vef Neytendasamtakanna www.ns.is

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 83.686 sinnum.