Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.
Einar Benediktsson
Herferðin gegn olíufélögunum stendur yfir frá 23. febrúar - 30. apríl.
Herferðin gegn olíufélögunum stendur yfir frá 23. febrúar - 30. apríl.
Neytendamál  25. febrúar 2011

Áhlaup á olíufélögin

Íslendingar hvattir til sniðgöngu á viðskiptum

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook þar sem Íslendingar eru hvattir til að sniðganga olíufélögin,til skiptis,en stofnandi síðunnar og forsprakki herferðarinnar er Kristín Magdalena Ágústsdóttir en í formála á síðunni skrifar hún eftirfarandi:

Mér finnst við Íslendingar ættum að mótmæla hækkun á bensíni og olíu hjá olíufélögunum. Allir Íslendingar versla í mars bara bensín og olíu hjá einu fyrirtæki en sleppa öllum smávörum t.d. pulsur, nammi og annað.

Síðan í næsta mánuði versla allir bara hjá næsta olíufyrirtæki og sleppa allri smávöru.
Síðan er útfærslan í höndum hvers og eins eftir því sem hann getur og treystir sér í.

Ég vil byrja á Olís í mars, þá verslum við bara ...við orkuna síðan N1 í apríl og verslum eingöngu við AO síðan AO í maí og verslum eingöngu við ób, og síðan orkunni í júní verslum eingöngu við sjálfsafgreiðslu N1 og síðan er hægt að ákveða meira seinna.

Mars: hunsa Olís-ÓB versla við Orkuna.
Apríl: hunsa N1 versla við AO.
Maí: hunsa AO versla við ÓB.

Sjáum hvaða viðbrögð olíufélögin sýna.

Ég er orðin hundleið á því að olíufélögin geti féflett okkur svona án þess að við segjum orð.

En núna er mér nóg boðið vonandi taka sem flestir vel í þetta og við hjálpumst að við að mæta hart með hörðu.

Hópurinn Hætta að versla við olíufélögin á Facebook

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 70.418 sinnum.