Hringsj
hringsja.360.is
Icelandic Express liggur undir gagnrýni (gettyimages).
Icelandic Express liggur undir gagnrýni (gettyimages).
Neytendamál  02. október 2011

Telur Icelandic Express brjóta lög

IE flytja ólögráða einstakling á milli landa

Vefnum hefur borist tölvubréf frá aðstandanda ungs drengs sem ferðaðist með flugfélaginu Icelandic Express.
Það er eftirfarandi:


14 ára unglingur sem er að ferðast einn frá Osló til Keflavíkur fór út á flugvöll kl. 11.00 í morgun að íslenskum tíma. Eftir að hafa beðið á flugvellinum í 6 klst. án þess að fá vott né þurrt,þá var honum smalað ásamt öðrum farþegum inn í rútu og keyrt með farþegana til Gautaborgar þar sem flugvél átti að koma þeim til Íslands.

Þegar komið var til Gautaborgar þá fengu farþegar appelsínudjús og ristað brauð og tilkynnt að ekki yrði flogið fyrr en á morgunn. Semsagt 14 ára drengur færður á milli landa án samþykkis forráðamanna og látinn fá hótelherbergi í ókunnugri stórborg og kemst vonandi til Íslands á morgunn...

Express gefur ekki upp nein símanúmer sem að hægt er að ná í félagið eftir kl. 16.00 á laugardögum og ákvörðunin um að ferja alla var tekin 16:30 þegar ekki var neinn til að kvarta til lengur.

Flugáhöfnin er á öðru hóteli en farþegarnir þannig að það er enginn sem tekur ábyrgð á einu eða neinu.

Express er að brjóta ótal lög bæði alþjóðalög, að flytja ólögráða einstakling á milli landa, og Evrópusambandslög þar sem  IExpress er að brjóta á réttindum farþeganna samkvæmt evrópulöggjöfinni varðandi bætur um aðhlynningu við seinkanir. Þegar þeir fluttu farþegana til Svíþjóðar þá skuldbundu þeir sig til þess að virða evrópulöggjöfina, sem þeir eru að brjóta.

Sigurbjörn L. Þrastarson.