Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Lögin breyta ekki hjartalaginu, en þau halda hinum hjartalausu í skefjum.
Martin Luther King.
Atvinnumál, Einstaklingar, Lögaðilar  16. október 2021

Fúskarar Íslands

Upplýsingasíða um vafasöm vinnubrögð

Fúskarar Íslands Fúsk Fúskarar Vafasamir viðskiptahættir Vinnusvik Iðnaðarmenn Húsasmiður Húsasmiðir Pípulagningarmaður Pípulagningarmenn Múrari Múrarar Málari Málarar Rafvirki Rafvirkjar Verkfræðistofa Verkfræðistofur Verksamningur iðnaðarmenn íslands












Iðnaðarlögin:
Smella á tengil https://www.althingi.is/altext/lagasofn/121a/1978042.html

Engin úrræði gagnvart fúskurum

Rætt er við Jón Sigurðsson, húsasmíðameistara, og Má Guðmundsson, málarameistari, sem báðir eru í stjórn Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins í þætti Sigmundar Ernis Rúnarssonar 21 á Hringbraut um stöðu löggiltra iðngreina en mikið vantar upp á að virkt eftirlit sé með löggiltum iðngreinum sem leiðir til þess að fúskarar án fagmenntunar geta starfað óáreittir og almenningur situr oft á tíðum uppi með skaðann.

Jón segir að staðan sé sú að engin úrræði séu fyrir hendi. „Í iðnaðarlögunum eru engin sektarákvæði. Þannig að þó svo við kærum fyrirtæki og við eigum dæmi þess að við höfum kært fyrirtæki, það þarf að fara í gegnum rannsóknarlögreglu og allan þann feril og tekur allt að tvö ár, þá yfirleitt er fyrirtækið búið að skipta um kennitölu áður en málið er komið alla leið þannig að málin klárast aldrei og fyrirtækið heldur áfram á nýrri kennitölu.“

Már segir meðal annars frá dæmi úr málaraiðninni þar sem réttindalaus maður fór mikinn á markaðnum.  „Við fórum með það mál alla leið. Það endaði í dómsmáli þar sem hann var sektaður um 80 þúsund krónur. Þá hafði hann starfað í 4 ár og viðurkenndi brot sitt en það leið ekki langur tími þar til hann hóf störf aftur og hefur verið að starfa síðan. Þetta var svo lág sekt að hún kom engan veginn við hann.“
Lesið alla greinina á vef Samtaka Iðnaðarins:
https://www.si.is/frettasafn/engin-urraedi-gagnvart-fuskurum

Nauðsynlegt að lesa þessa grein af vef Samiðnar:
Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að almenningur eigi íbúðarhúsnæði sitt og ráðstafi framtíðartekjum með mikilli skuldsetningu í tengslum við íbúðarkaup. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi lengi búið við eignarfyrirkomulag hafa ekki myndast öflug hagsmunasamtök til að verja hagsmuni íbúðarkaupenda. Til eru öflug byggingarfyrirtæki sem leggja metnað sinn í vandaða framleiðslu og vönduð viðskipti með íbúðarhúsnæði. En því miður eru skunkar innan um sem hafa engan faglegan metnað og koma fram við viðskiptavini sína með ótrúlegri ósvífni. Í slíkum tilfellum virðast kaupendur illa varðir og verða oft fyrir miklu tjóni sem erfitt er að fá bætt, meðal annars vegna þess að engar eignir standa á bak við fyrirtækin og þegar vandræði steðja að skipta eigendurnir um kennitölu.
Lesið greinina alla: https://samidn.is/2006/11/29/leidari-samidnarbladsins-orugg-ibudarkaup-utrymum-fuski/

Fúskarar Íslands er á Facebook og er opin fyrir alla.
Þar eru birtar ábendingar um fúskara, vafasama viðskiptahætti og allt fag eða vinnutengt. Þar geta allir og öllum  frjálst að setja inn færslur í formi texta og mynda.
Alltof mikið er um vinnusvik og vafasama viðskiptahætti í byggingabransanum hvort sem það er af völdum iðnaðarmanna með og án réttinda eða verkfræðistofa og arkitekta til dæmis sem veldur viðskiptavinum ómældu tjóni en geta lítið sem ekkert gert annað en að vara aðra við, hérna er rétti vettvangurinn til þess.

Smella á tengil á Fúskarar Íslands á Facebook:
https://www.facebook.com/landsfusk

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 71.203 sinnum.