Hringsj
hringsja.360.is
Verðvitinn mun gagnast neytendum.
Verðvitinn mun gagnast neytendum.
Neytendamál  05. janúar 2014

Verðvitinn tekinn í notkun

Samfélagslegur gagnagrunnur í rauntíma

Markmiðiðið er að halda utan um og skiptast á upplýsing um verð á vöru og þjónustu á Íslandi. Það hefur sýnt sig að opinberar verðkannanir eru ekki endilega besti mælikvarðinn. Besti mælikvarðinn er auðvitað verðið sem þú borgar fyrir vöru dag frá degi. Með Verðvitanum getur hver og einn skráð hvað varan kostar, vöruheiti og svo verslun. Þannig er hægt að sjá í rauntíma hvað þessi vara kostar hjá öðrum og hversu mikið hún hefur hækkað eða lækkað í gegnum tíðina.

Nú þegar inniheldur gagnagrunnurinn gögn allt frá árinu 2004 og á hverjum degi bætast við ný verð, nýjar vörur og ný fyrirtæki.

Með Verðvitanum er hægt að fylgjast með hvar er hagstæðast að kaupa þær vörur sem teljast til daglegrar neyslu.

Aðferðafræði

Verðupplýsingum er safnað eftir vörutegund, verslun og dagsetningu. Þeim mun fleiri og þeim mun oftar sem verðupplýsingar eru skráðar inn þeim mun réttari mynd gefur Verðvitinn upplýsingar um ódýrustu og dýrustu seljendur, bæði miðað við staðsetningu og tíma. Hægt er að skoða verðhækkanir aftur í tímann og bera saman við neysluvísitölu Hagstofunnar.

Verðvitinn er samstarfsverkefni 360.is og Smala

Tengill beint á Verðvitann

Stofnaður hefur verið kynningar og umræðuhópur um Verðvitann á Facebook