Hringsj
hringsja.360.is
Atvinnumál, Lögaðilar  20. júní 2021

Múrtak ehf. - Fúskarar Íslands

Múrtak #Múrtak Trausti Ragnar Einarsson  Eignarekstur #Eignarekstur Fúskarar Íslands @landsfusk @eignarekstur.is Hjördís Elma Jóhannsdóttir Tækniskólinn @tskoli Stjörnumálun ehf. Verksýn ehf. @verksyn

Uppfært þann 30. júní 2022:
Þann 14. apríl 2022 barst tölvupóstur um að leki væri kominn að íbúð 303 og íbúð 203 sem eru beint fyrir neðan svalirnar.

Haustið 2019 var verktakafyrirtækið Múrtak ráðið af stjórn húsfélagsins að Helluvaði 1-5 í Reykjavík og húsfélagaþjónustufyrirtækinu Eignarekstur sem útvegaði verktakann sem um ræðir til þess að gera við múrskemmdir á handriðsveggjum á svölum 4. hæðar. Það er skemmst frá að segja að þeirri vinnu var ekki lokið með fullnægjandi hætti miðað við hefðbundnar vinnuaðferðir reyndra fagmanna á þessu sviði, eins komu í ljós gallar sem ekki er hægt að hrekja. Þarna var verið að stytta sér leið sem er ekkert annað en vinnusvik. Það er augljóslega ekki hægt að mæla með þessum múrverktaka.

Send var inn kvörtun og beiðni um úrbætur til stjórnar húsfélagsins og húsfélagaþjónustufyrirtækissins Eignarekstur vorið eftir (3.maí 2020) vegna þess að ekki var talið að mikið yrði gert fyrir þann tíma en núna þegar þetta er skrifað og birt er rétt rúmt ár síðan beiðnin var send inn og ekkert hefur verið gert til þess að leysa málið en verktakinn hefur fengið fulla greiðslu fyrir verkið sem var ekki lítið.

Í fundargerð húsfundar þann 21. júní 2021 stendur:
Spurning hvort að Trausti taki þátt í kostnaði í múrviðgerðum á svölum hjá 403. Hússtjórn tekur að
sér að hafa samband við Eignarekstur til að komast að því.

Ekkert hefur verið gert frekar en hingað til og málið orðið stjórnendum húsfélagsins til skammar enda komið á stig vanrækslu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi Neytendasamtakanna á þetta húsfélagaþjónustufyrirtæki Eignarekstur að fylgja lögum um fjöleignahús nr. 36/1994 sem það hefur aldrei gert fyrr eða síðar og er ekki hægt að mæla með að kaupa þjónustu af fyrirtækinu en bent á fyrirtækið Eignaumsjón sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af húsfélagaþjónustu.

Í verksamningi sagði meðal annars:
Verkkaupi leggur til eftirlitsmann sem kemur fram fyrir hönd húsfélagsins.
Það heyrðist eða sást aldrei hver þessi eftirlitsmaður var hvað þá að hann hafi tekið verkið út svo vitað sé.
Búið er að leita aðstoðar og upplýsinga bæði hjá Neytendasamtökunum og Félagsmálaráðuneytinu og liggja allar forsendur fyrir þar sem stuðst er við Þjónustukaupalögin.
Hér í Myndasafninu má sjá fjölmargar myndir og myndband af vinnulaginu hjá Múrtak en múrarinn sem þarna var að verki heitir Trausti Ragnar Einarsson sem er einnig skráður sem kennari í Tækniskólanum.
Formaður húsfélagsins að Helluvaði 1-5 er Hjördís Elma Jóhannsdóttir.
 - Færslan verður uppfærð eftir þörfum.

Tengill á Fúskarar Íslands:
https://www.facebook.com/landsfusk

Tengill á Myndasafn um Múrtak og vinnubrögðin hjá þeim:
https://www.facebook.com/media/set?vanity=101638442143599&set=a.101667305474046

Múrtak ehf í fyrirtækjaskrá RSK:
https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6212973339

Helluvað 1-5,húsfélag formaður Hjördís Elma Jóhannsdóttir:
https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6108060660

Hérna er tengill á Þjónustukaupalögin:
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000042.html

Lög um fjöleignarhús:
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994026.html

Gátlisti verkkaupa vegna byggingarframkvæmda með leiðbeiningum:
https://www.si.is/media/_eplica-uppsetning/Leidbeiningar-med-gatlista.pdf

#Múrtak #Eignarekstur #Vinnusvik #Fúskarar Múrtak Eignarekstur