Varðandi uppsögn tryggingar
Vegna fyrirspurnar til NeytendasamtakannaVarðandi uppsögn tryggingar, gildir 14. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. verður vátryggingartaki að tilkynna tryggingarfélaginu um uppsögnina innan mánaðar frá því að félagið sendi venjulega tilkynningu um gjalddaga hins nýja tímabils, ef komið er að endurnýjun samningsins. Vátryggingartaka er þó ekki skylt að segja upp samningnum fyrr en tvær vikur eru til loka tímabilsins. Þetta gildir sem sagt um uppsögn tryggingar þegar fresturinn þegar tímabilið er að renna út.
Þegar tryggingartaki ætlar að segja upp tryggingu yfir mitt vátryggingartímabilið, gilda aðrar reglur um uppsögnina. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. getur vátryggingartaki sagt upp vátryggingarsamningi sem endurnýjast sjálfkrafa á tímabilinu, þegar tvær tilteknar aðstæður eru fyrir hendi. Annars vegar getur hann sagt samningnum upp ef vátryggingartakinn hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna, og hins vegar ef fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögn. Fyrra atvikið, þ.e. ef vátryggingartaki hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna á fyrst og fremst við þegar vátryggingartaki hefur selt hina vátryggðu hagsmuni eða losað sig við þá með öðrum hætti. Varðandi síðarnefnda tilvikið, þá þarf að liggja fyrir að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem mæla sérstaklega með uppsögn samnings.
Það verður að leggja til grundvallar sanngirnismat, ásamt því að málefnlalegar ástæður verða að liggja fyrir uppsögninni, þannig að forsendur fyrir samningnum séu brostnar. Sönnunarbyrðin fyrir því að sérstakar ástæður séu fyrir hendi sem réttlæti uppsögn hvílir á vátryggingartaka, enda er meginreglan sú að samningar skuldbinda aðila þann tíma sem þeir eiga að gilda. Dæmi um tilvik sem teldust ekki réttlæta uppsögn: ef annað félag býður betri vátryggingarvernd eða lægra iðgjald. Dæmi um tilvik sem réttlæta uppsögn á þessum grundvelli: ef vátryggingartaki nýtur allsendis ófullnægjandi verndar og tryggingarfélagið er ekki tilbúið til að bæta úr því. Annað dæmi sem réttlætt gæti uppsögn, er ef ágreiningsmál koma upp milli vátryggingartaka og félagsins vegna uppgjörs bóta eða þess háttar, þannig að eðlilegt sé að hann geti losnað úr viðskiptum við félagið.
Samkvæmt ofangreindri umfjöllun geturðu séð að það sem tryggingarfélagið sagði um uppsagnarfrestinn (2 vikur) er yfirleitt rétt (innan mánaðar frá því þú fékkst rukkunina eða þegar tvær vikur eru til loka tímabilsins). Ef það eru ekki sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögnina eða ef hinn tryggði hlutur hefur ekki horfið, þarf að miða við þá reglu. Ef þú ætlar að segja upp tryggingunum er best að gera það skriflega, þannig að þú getur sannað að þú hafir sagt henni upp á tilteknum tíma. Það er mjög erfitt að byggja á undantekningunni og rifta samningi á grundvelli sérstakra aðstæðna, enda þarft þú að sýna fram á slíkar ástæður. Þetta er alltaf matsatriði, sem þyrfti að meta hverju sinni.
Guðmundur Bjarni Ragnarsson, f.h. leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna.
Lykilorð:
Þessi síða hefur verið skoðuð 100.913 sinnum.
Varðandi uppsögn tryggingar, gildir 14. laga um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. verður vátryggingartaki að tilkynna tryggingarfélaginu um uppsögnina innan mánaðar frá því að félagið sendi venjulega tilkynningu um gjalddaga hins nýja tímabils, ef komið er að endurnýjun samningsins. Vátryggingartaka er þó ekki skylt að segja upp samningnum fyrr en tvær vikur eru til loka tímabilsins. Þetta gildir sem sagt um uppsögn tryggingar þegar fresturinn þegar tímabilið er að renna út.
Þegar tryggingartaki ætlar að segja upp tryggingu yfir mitt vátryggingartímabilið, gilda aðrar reglur um uppsögnina. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. getur vátryggingartaki sagt upp vátryggingarsamningi sem endurnýjast sjálfkrafa á tímabilinu, þegar tvær tilteknar aðstæður eru fyrir hendi. Annars vegar getur hann sagt samningnum upp ef vátryggingartakinn hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna, og hins vegar ef fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögn. Fyrra atvikið, þ.e. ef vátryggingartaki hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna á fyrst og fremst við þegar vátryggingartaki hefur selt hina vátryggðu hagsmuni eða losað sig við þá með öðrum hætti. Varðandi síðarnefnda tilvikið, þá þarf að liggja fyrir að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem mæla sérstaklega með uppsögn samnings.
Það verður að leggja til grundvallar sanngirnismat, ásamt því að málefnlalegar ástæður verða að liggja fyrir uppsögninni, þannig að forsendur fyrir samningnum séu brostnar. Sönnunarbyrðin fyrir því að sérstakar ástæður séu fyrir hendi sem réttlæti uppsögn hvílir á vátryggingartaka, enda er meginreglan sú að samningar skuldbinda aðila þann tíma sem þeir eiga að gilda. Dæmi um tilvik sem teldust ekki réttlæta uppsögn: ef annað félag býður betri vátryggingarvernd eða lægra iðgjald. Dæmi um tilvik sem réttlæta uppsögn á þessum grundvelli: ef vátryggingartaki nýtur allsendis ófullnægjandi verndar og tryggingarfélagið er ekki tilbúið til að bæta úr því. Annað dæmi sem réttlætt gæti uppsögn, er ef ágreiningsmál koma upp milli vátryggingartaka og félagsins vegna uppgjörs bóta eða þess háttar, þannig að eðlilegt sé að hann geti losnað úr viðskiptum við félagið.
Samkvæmt ofangreindri umfjöllun geturðu séð að það sem tryggingarfélagið sagði um uppsagnarfrestinn (2 vikur) er yfirleitt rétt (innan mánaðar frá því þú fékkst rukkunina eða þegar tvær vikur eru til loka tímabilsins). Ef það eru ekki sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögnina eða ef hinn tryggði hlutur hefur ekki horfið, þarf að miða við þá reglu. Ef þú ætlar að segja upp tryggingunum er best að gera það skriflega, þannig að þú getur sannað að þú hafir sagt henni upp á tilteknum tíma. Það er mjög erfitt að byggja á undantekningunni og rifta samningi á grundvelli sérstakra aðstæðna, enda þarft þú að sýna fram á slíkar ástæður. Þetta er alltaf matsatriði, sem þyrfti að meta hverju sinni.
Guðmundur Bjarni Ragnarsson, f.h. leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna.