Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Margur verður að aurum api.
Spakmæli
Forðist að flækjast í blekkingarvefinn!
Forðist að flækjast í blekkingarvefinn!
Neytendamál  30. ágúst 2011

Brotið á neytendum - blekkingar á útsölum

Nokkur dæmi verða birt á vefnum

Stöðugt er verið að brjóta á neytendum og mun vefurinn 360.is birta dæmi um þetta.

Hérna er eitt dæmi af Neytendasíðu Dr.Gunna: 

Nú þegar kreppan er í algleymingi er ekkert selt í verslunum nema að það sé á afslætti eða þá "ennþá á gamla verðinu". T.d. eru búðirnar Herragarðurinn og Bossbúðin (sem eru sama félag) búnar að keyra á 20% afslætti í mest allt haust. Þetta er auðvitað enginn afsláttur heldur hafa bara allar vörur í búðunum verið verkmerktar 25% of hátt. Flík sem þú borgar 800 kr fyrir er verkmerkt á 1000 kr. Þetta er kjánaskapur sem allir sjá vonandi í gegn um.

Hinsvegar versna málin þegar kemur af útsölum. Þegar nýársútsölunar byrjuðu þá var auglýstur 40% afsláttur og nú er hann kominn í 50%. Þetta er auðvitað bara blekking vegna þess að afslátturinn er miðaður við verðmiðann. Á 40% afslætti kostar því flíkin sem var seld á 800 kr fyrir Jól 600 kr á útsölu. Jú, það stendur 1000 kr á verðmiðanum en í reynd er þessi útsala bara 25% (600/800 = 0.75) þar sem flíkin var líklega aldrei seld á 1000 kr. Sama gildir um 50% útsölu - nú kostar sama 800 kr flík 500 kr sem er 37.5% afsláttur.
Björn

Þetta dæmi er birt á neytendavef Dr.Gunna.
 
Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 100.915 sinnum.