Neytendamál 07. ágúst 2011
Hvernig netið getur hjálpað neytendum
Slæm viðskipti með korkparket Albert Sveinsson lenti í vondum málum þegar hann átti viðskipti með korkparket við verslunina Þ.Þorgrímsson í Ármúla.Þegar Albert kvartaði þá vildu þeir ekkert gera annað en að láta hann fá fötu af lakki og hann átti einfaldlega að leysa málið sjálfur. Albert vildi að sjálfsögði ekki una þessu og fór með málið lengra.
Hérna birtist grein Alberts sem hann setti á Okursíðu Dr. Gunna
Ég keypti korkparket hjá Þ. Þorgrímsyni í Ármúla og eftir 3 mánuði þá sá ég að eitthvað mikið var að. Allt lakk undir skrifstofustól var farið og gólfið rispað eins og 20 ára gömlu parketi. Þegar ég kvartaði þá vildu þeir ekkert gera annað en að láta mig fá fötu af lakki og ég átti að redda þessu sjálfur.
Ég fór til útskurðarnefndar um neytendamál hjá Neytendastofu og hún sendi fagmann til að meta parketið og síðan gerðu þeir þessa flottu skýrslu og allt mér í hag. Þ.Þorgrímson vildi ekkert gera eftir þetta og eftir umhugsun hvað ég ætti að gera, t.d að fá mér lögfræðing, þá datt mér þetta snallræði í hug og stofnaði heimasíðuna korkparket.is, þar sem þetta lén var laust og setti skýrsluna þar og smá texta með. Þar koma skýrt fram öll málsatvik.
Núna situr Þ.Þorgrímsson uppi með þessa síðu og þeir sérhæfa sig í að selja korkparket. Þessi síða verður þýdd á ensku og síðan send til framleiðandans svo hann sjái hverskonar umboðsmann hann er með.
Svona getur netið hjálpað manni.
Endilega lesið skýrsluna og sjáið hverskonar fyrirtæki Þ.Þorgrímsson er gagnvart neytendu.
Kv. Albert Sveinsson
ps. Síðan er ennþá í vinnslu en hún skilar sínu.
Lykilorð:
Þessi síða hefur verið skoðuð 100.909 sinnum.
Hérna birtist grein Alberts sem hann setti á Okursíðu Dr. Gunna
Ég keypti korkparket hjá Þ. Þorgrímsyni í Ármúla og eftir 3 mánuði þá sá ég að eitthvað mikið var að. Allt lakk undir skrifstofustól var farið og gólfið rispað eins og 20 ára gömlu parketi. Þegar ég kvartaði þá vildu þeir ekkert gera annað en að láta mig fá fötu af lakki og ég átti að redda þessu sjálfur.
Ég fór til útskurðarnefndar um neytendamál hjá Neytendastofu og hún sendi fagmann til að meta parketið og síðan gerðu þeir þessa flottu skýrslu og allt mér í hag. Þ.Þorgrímson vildi ekkert gera eftir þetta og eftir umhugsun hvað ég ætti að gera, t.d að fá mér lögfræðing, þá datt mér þetta snallræði í hug og stofnaði heimasíðuna korkparket.is, þar sem þetta lén var laust og setti skýrsluna þar og smá texta með. Þar koma skýrt fram öll málsatvik.
Núna situr Þ.Þorgrímsson uppi með þessa síðu og þeir sérhæfa sig í að selja korkparket. Þessi síða verður þýdd á ensku og síðan send til framleiðandans svo hann sjái hverskonar umboðsmann hann er með.
Svona getur netið hjálpað manni.
Endilega lesið skýrsluna og sjáið hverskonar fyrirtæki Þ.Þorgrímsson er gagnvart neytendu.
Kv. Albert Sveinsson
ps. Síðan er ennþá í vinnslu en hún skilar sínu.