Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Ef þú vilt blekkja heiminn, segðu þá sannleikann.
Otto von Bismarck
Einstaklingar, Lögaðilar, Neytendamál  30. maí 2024

ólafur og tjónadeildin hans hjá Sjóvá.

Vafasöm vinnubrögð ólafs og tjónadeildar

Ólafur Þór Ólafsson

Hinrik Reynisson

Sjóvá Almennar tryggingar hf.

Árvökull byggingaverktakar

Síðan 2018 hafa nokkrar rúður tjónast með stuttu millibili í sama gluggarammanum í fjölbýlishúsi. Þegar íbúðareigandinn spurðist fyrir um hvað tjónadeildin ætlaði að gera varðandi síendurtekin tjón á glerinu tók Ólafur Þór Ólafsson forstöðumaður eignatjóna hjá Sjóvá þá ákvörðun að tryggingafélagið myndi ekki að þessu sinni útvega verktaka fyrir glerskiptin eins og áður vegna þess að að hans mati án nokkurrar sérstakrar úttektar mat það þannig að glugginn væri orsakavaldurinn að tjónunum og segir að húseigandi eigi að sjá um að skoða og meta hvort glugginn sé í lagi eða ekki.

Sjóvá bjó þannig til tjónamat eftir smekk og sendi tjónþola ásamt ákveðinni fjárupphæð sem tjónþoli hafði aldrei samþykkt sem er allt of lág til þess að framkvæma glerskiptin sem eru frekar dýr vegna aðstæðna en glugginn er á fjórðu hæð við svalir undir stórum þakkanti sem slútir yfir svalirnar og þarf að hífa glerið sem er 2m sinnum 2m og mjög þungt upp og svo lyfta því í gluggann með sérstökum stórum sogskálum.

Eins og tryggingafélagið ætlaðist til þá hefur íbúðaeigandi skoðað gluggann vandlega með húsasmíðameistara sér til aðstoðar og með húsfélagið upplýst um málið, glugginn er beinn og fínn og það lítur út fyrir að ekki þurfi sérstakar lagfæringar á honum en hinsvegar kemur það sorglega í ljós að rúðan er sett vitlaust í hann og að auki hefur verið þrýst svo mikið á hana miðja að það myndast spenna sem gerir það að verkum að glerið brotnar á endanum. Þarna var ekki fylgt reglum og venjum um glerísetningu heldur var handahófskenndum vinnubrögðum beitt við glerísetninguna.

Sem dæmi þá var annar plastklossinn sem rúðan hvílir á um það bil 20 cm frá enda en hinn plastklossinn um það bil 40 cm frá hinum enda gluggarammans, þar sem plastklossarnir eru staðsettir undir rúðunni var henni ekki þrýst nógu þétt upp að falsinu þannig að of stórt bil er á milli rúðu og falsins, síðan var glerlistanum þrýst að glerinu þannig að rúðan er kengbogin lárétt frá einum hæðarpósti til hins og vegna þunga glersins sem er réttir rúðan sig aldrei af og heldur spennunni þangað til hún brotnar en hún er mölbrotin í miðju svæðinu þar sem spennan var sem mest frá botni og upp úr.

Þess var ekki gætt og ekki yfirfarið að rúðan væri bein og sæti rétt í falsinu og væri alveg hlutlaus og án nokkurrar spennu.

Skrúfurnar í glerlistanum voru út og suður og skrúfaðar inn í miðjan glerlistann þannig að hann er orðinn gagnslaus og þarf að kosta til nýjum glerlistum. Rúðurnar hafa allar sprungið eins og þessi síðasta en svona hefur þetta gengið athugasemdalaust síðan 2018 með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúðareiganda og óþarfa kostnaði fyrir báða aðila.

Þannig að nú hefur dæmið heldur betur snúist við hjá Ólafi Þór og stendur tryggingafélagið nú frammi fyrir því að gera endurkröfu á verktakann sem sannanlega er valdur að tjóninu.

Starfsmenn og stjórnendur tryggingafélagsins ættu að hafa vit og rænu á að bjóða upp á faglega þjónustu, það er til dæmis mælst til þess að eftirlit sé haft með svona aðgerðum en svona er nú komið fyrir þessari starfsemi, sem sagt fúsk verktaka og ábyrgðarleysi og kæruleysi stjórnenda tryggingafélagsins.

Fólk treystir á það að það sé að fá fagmannlega þjónustu og að verktakar og iðnaðarmenn standi undir nafni þegar kemur að tryggingafélögum en eitthvað eru kröfurnar og skilyrðin fyrir því losaraleg hjá Sjóvá.

Það er vert að ítreka að tjónamatið er kolrangt og þarf tjónþoli að greiða úr eigin vasa það sem upp á vantar sem er starfsmönnum Sjóvá til skammar.

Þegar gerðar voru athugasemdir vegna málsins áður en glugginn var vandlega skoðaður sleit Ólafur og starfsmenn hans öllum samskiptum við tjónþolann og sögðu málinu lokið.

Húsfélagið hafði samband við Kamba sem framleiddi allt glerið sem hafði tjónast til þess að fá álit þeirra á málinu.

Ottó Ingi Ingimarsson sem er iðnaðarverkfræðingur og rekstrarstjóri Kamba svaraði húsfélaginu.

Það sem er að valda þessu er:

1. Eitthvað í glugganum veldur því að glerið er undir spennu.

2. Glerið hefur rekist í eitthvað við uppsetningu og svo hefur bortið haldið áfram niður glerið.

3. Glerið hefur komið skemmt frá Kömbum og brotið gengið niður seinna líkt og í ástæðu 2.

Ef þetta er vegna ástæðu 3 þá þarf að láta okkur vita áður en farið er í uppsetningu og glerið sett í.

Þess vegna getum við ekki borið ábyrgð á þessu.

Líklegast er þetta ástæða 2 þar sem eitthvað hefur skemmt kantinn á glerinu áður en það var sett í.

Uppsetningaraðili ætti að greiða fyrir skipti á þessari rúðu.

Þetta mat Kamba var síðan sent til Ólafs Þórs hjá Sjóvá sem kaus að snúa út úr matinu frá Kömbum og tilkynnti að endingu húsfélaginu að þeir myndu ekki koma meira að málinu.

Eftir að það kom svo í ljós við skoðun að verktakinn var valdur að tjóninu var aftur sendur tölvupóstur til til Ólafs Þórs Ólafssonar forstöðumanns eignatjóna hjá Sjóvá og Hinriks Reynissonar gæðastjóra þjónustu hjá Sjóvá en að sjálfsögðu var því ekki svarað. Einnig var sendur tölvupóstur til viðkomandi verktaka Árvökuls með athugasemdum sem hefur heldur ekkert brugðist við.

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú að Ólafur Þór Ólafsson forstöðumaður eignatjóna mat það þannig í upphafi málsins að gluggi hjá tjónþola sé orsökin fyrir síendurteknum tjónum á gleri í sama glugga frá árinu 2018-2024 sem er fáheyrt.

Ólafur Þór metur það svo að húseigandi eigi að gera úttekt á glugganum. Húseigandi gerði nákvæma úttekt á glugganum og kemur þá í ljós án vafa að verktakinn sem framkvæmdi glerskiptin er valdur að tjóninu.

Ólafur Þór Ólafsson (ásamt Hinriki Reynissyni gæðastjóra þjónustu) fékk tölvupóst frá tjónþola um niðurstöðu úttektarinna á glugganum sem hunsaði algjörlega þessar niðurstöður og einnig áðurkomið álit glerframleiðandans á málinu og tilkynnti húsfélaginu um að hann kæmi ekki frekar að málinu og sleit öllum samskiptum við tjónþola.

Það er fyrirsjánlegt að greiðsla sem Sjóva tjónadeild þvingaði upp á tjónþola ósamþykkt mun ekki duga fyrir kostnaði við glerskiptin.

Hérna eru myndir og videó af glerinu í glugganum

Hérna er myndbandið sem sýnir vinnubrögðin á glerísetningunni í glugganum

Sjóvá í Kauphöllinni þar sem gengið er ekki sem best

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 91.478 sinnum.