Fyrri mynd
Nęsta mynd
Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur.
Einar Benediktsson
Einstaklingar  25. maí 2017

2014 - Lögreglumenn brjóta af sér í starfi

Málið er hjá lögmannsstofu

Arinbjörn Snorrason
Brynleifur Birgir Björnsson
Sigurður Gunnarsson

Þessi grein er í vinnslu.  Í greininni verða birt ýmis gögn varðandi málið svo sem nöfn, kennitölur, heimilisföng, ljósmyndir, skýrslur, hljóðupptökur og annað sem tengist málinu og verður aðgengilegt fyrir fjölmiðla sem og alla aðra.
-------------------------------------------------

Útdráttur af Náttúran.is:
Flestir sem voru í einhverjum hinna þriggja mótmælabúða Saving Iceland sumarið 2006 geta sagt einhverjar sögur af Arinbirni Snorrasyni lögregluþjóni.  Að hann hafi reynt að aka yfir þá, skorið í eigur þeirra með hnífi, bundið þá með rafmagnsvír með andlitið í leðjunni tímunum saman eða nærri hálsbrotið þá með járnaklippum. “Allir minnast þess að hann hafi verið óstöðugur og hættulegur,” sagði talsmaðurinn.

Þar sem þetta atvik hefði í raun getað kostað hann lífið, lagði Ólafur Páll fram formlega ákæru gegn lögreglunni. Hálfu ári síðar lýsti ríkissaksóknari yfir því að hann sæi enga ástæðu til þess að hleypa þessari ákæru lengra, eftir að hafa talað við lögreglumenn sem viðstaddir voru. Þrátt fyrir að allmörg borgaraleg vitni væru reiðubúin að bera vitni gegn lögreglunni var aldrei haft samband við þau til að gefa skýrslu. Ríkissaksóknari neitaði að hefja nokkra rannsókn á atviki því sem leitt hefði getað til dauða Ólafs Páls, nema auðvitað að tala við árásarmennina sem lögðu fram gagnákæru. Nú, tveim árum síðar, er málið tekið fyrir við héraðsdóm.

Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.

Í aðdraganda atviksins hafði lögreglan komið á bílnum sem Arinbjörn ók til þess að áreita mótmælendur og ögra þeim. Lögreglan ljósmyndaði mótmælendur úr kyrrstæðum bílnum þar sem þeir voru í biðröð fyrir utan matartjald. Lítill hópur fólks, þeirra á meðal Ólafur Páll, gekk í átt að lögreglubílnum. Skyndilega, og án nokkurrar viðvörunar, ók Arinbjörn snöggt og hratt í átt að Ólafi Páli og síðan á hann. Allir sem á horfðu undruðust að hann skyldi sleppa frá árásinni tiltölulega óskaddaður. 
Uppruni: Náttúran.is
-------------------------------------------------

Fórnardýrið skemmdi vopnið

Fasistaeðli löggunnar hefur enn birzt. Arinbjörn Snorrason, lögreglumaður nr. 8716, ók á fótgangandi mótmælandann Ólaf Pál Sigurðsson við Kárahnjúka á sínum tíma. Löggan hefur nú kært Ólaf Pál fyrir skemmdir á löggubílnum, sem urðu við ákeyrsluna. Hann kærði lögguna, en ríkissaksóknari neitaði að rannsaka málið. Hann neitaði að tala við vitni að atburðum, en skrifaði frásagnir fasistanna. Nú hefur löggan ákveðið að láta hné fylgja kviði. Það ákærir fórnardýr tilræðisins fyrir skemmdir á vopni tilræðismannsins. Sem reyndi oftar að keyra á mótmælendur. Í löggunni ráða fasistar ríkjum.

Jónas Krisjánsson
20.04.2008
jonas.is
-------------------------------------------------
Meira um málið hjá Saving Iceland  - Smella hérna

Þorsteinn V Baldvinsson H.  skrifaði um þetta:

Starfaði sem eftirlitsmaður á Kárahnjúkum, og varð vitni af því þegar sérsveitarmenn sátu yfir myndbandsupptökum og ræddu um hver mótmælanda væri líklegastur til að missa stjórn á sér við ögrun, þannig að ástæða væri til handtöku og aðgerða, verkefni þeirra var greinilega það að egna mótmælendur til að öðlast heimild til aðgerða, svo komu þeir hlæjandi og glaðir ef þeim tókst að espa einhvern upp, svona eineltis taktík og ögrun á veikasta hlekkinn.

Áður en sérsveitin kom, voru lögregluþjónar frá Akureyri með málið og allt gekk friðsamlega fyrir sig, þeir höfðu fína stjórn á mótmælendum og krakkarnir voru að gefast upp, því þeim mætti ekkert nema vinsemd og kurteisi, en ákveðni, við spiluðum meira að segja við þau fótbolta utan vinnutíma.

Svo birtist sérsveitin og allt fór í illindi og skemmdarverk.

Eitthvað verulega er að í stjórnun sérsveitarinnar og þó þarna sé virkilega góðir menn inn á milli, eru skemmd epli áberandi. Missti allt traust og álit á þessum mönnum, sem komu mér fyrir sjónir sem hrottar og ofbeldismenn, sem þráðu átök. Vildi gjarnan sjá eldri eða betur þjálfaða stjórnendur hjá sérsveitinni, og miklu meiri kröfur til andlegs ástands og þroska sérsveitarmanna, finnst ábyrgðarhluti að láta svona menn hafa vopn, allavega myndi ég ekki snúa bakinu að þeim sem þarna voru.
Uppruni greinar. ak72.blog.is

-------------------------------------------------
Nokkrar leiðbeiningar fyrir myndatökur af lögreglunni:
Tengill á vefsíðu
Hérna er hægt að sjá dæmi um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum, af nógu er að taka, verst er að þetta er að taka á sig svipaða mynd á Íslandi svo það er best fyrir borgarana að vera á varðbergi og vera óhræddir við að kæra.
Tengill á vefsíðu

Lykilorš:
Senda grein
Prenta
Žessi sķša hefur veriš skošuš 33.863 sinnum.