Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Svo má böl bæta að benda á annað verra.
Spakmæli
Til hvers er vinnustaðaeftirlit?
Til hvers er vinnustaðaeftirlit?
Atvinnumál  28. desember 2013

Til hvers er vinnustaðaeftirlit?

Lítið um svör um fjölda réttindalausa hjá Samiðn og SA

Hringsjáin sendi inn spurningar til Spyr.is þann 13.okt. 2013:

Á tímabilinu 1. október 2008 til 1. október 2013:

1. Hvað hafa margir íslenskir/erlendir iðnaðarmenn (smiðir,rafvirkjar,píparar,málarar og sv. frv.) flutt af landinu?

2. Hversu margir erlendir iðnaðarmenn hafa fengið atvinnuleyfi?

3. Hvað marga menn/konur hafa Samiðn og Samtök Atvinnulífsins fundið sem eru án réttinda í vinnustaðaeftirliti þeirra?

Spurningunum eiga að svara Samiðn og Samtök atvinnulífsins.

Nokkur tími leið og ekkert bólaði á svari um þetta á Spyr.is en vegna ítrekunar kom svar kom frá frá Spyr.is varðandi þessar þrjár spurningar:

Við erum eiginlega komin á að fara að birta svör frá Samiðn og Samtökum atvinnulífsins um að þessar upplýsingar séu hvergi til.  Við erum búin að vera að hamra á þeim báðum alveg frá því að fyrirspurnin barst.  Þeir eru báðir búnir að svara og segja að þeir séu ekki með þessar upplýsingar og taka fram að þeir telji þær ekki til. 

Þess vegna vorum við eiginlega komin á það að birta hreinlega svörin frá þeim þannig að það yrði opinbert að upplýsingarnar eru ekki til!

Samtök atvinnulífsins vísuðu á Samiðn, en þar sagði framkvæmdastjóri að hann teldi upplýsingarnar ekki aðgengilegar.

  Þorbjörn Guðmundsson:

“ Samiðn er ekki með þessar upplýsingar og ég veit ekki til að þær séu aðgengilegar

Í framhaldinu var ákveðið að umorða spurningarnar og reyna með því móti að fá upplýsingar, sem gæti svarað spurningunum að hluta.  Spurt var:

“ Hvað hefur komið út úr boðuðu vinnustaðaeftirliti Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins?  Hafa samtökin fundið launþega hjá fyrirtækjum eða verktökum sem ekki eru með tilskillin réttindi og ef já, hvernig hefur þeim málum verið fylgt eftir?  Með hvaða hætti eru samtökin að standa að vinnustaðaeftirliti?

Í svari Þorbjörns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samiðnar, kemur fram að um 31 þúsund starfsmenn hafa verið heimsóttir eftir að vinnustaðaeftirlitið hófst árið 2009.

Þann 18.des. 2013  kom svo svar frá Samiðn varðandi þetta:

Formlegt vinnustaðaeftirlit hófu  haustið 2009, samkvæmt samkomulagi þar um. Í fyrsta lagi beinist eftirlitið að: Hvort starfsmenn séu að njóta þeirra réttinda sem kjarasamningar og lög tryggja þeim.
 
Í öðru lagi:  Hvort starfsmenn sem vinna við störf sem falla undir löggiltar iðngreinar séu með tilskilin réttindi.

Í þriðja lagi:  Hvort starfsmenn séu með vinnustaðaskírteini  sem staðfestir að starfsmaðurinn sé starfsmaður  tiltekins fyrirtækis og hann  rétt skráður.

Á þessum tíma sem eftirlitið hefur verið virkt hafa um 31 þúsund starfsmenn verið heimsóttir og kannað  hvort framangreind atriði hafi verið  með eðlilegum hætti.

Komi í ljós að starfsmaður er ekki að njóta  þeirra kjarabundnu réttinda sem honum ber eru gerðar athugasemdir og starfsmaðurinn  aðstoðaður við að ná fram rétti sínum.

Ef í ljós kemur að starfsmenn séu að vinna störf sem falla undir löggiltar iðngreinar án  iðnréttinda er gerð athugasemd með formlegum hætti og því beint til rétts stjórnvalds. Einnig er atvinnurekandanum gerð grein fyrir hans ábyrgð.

Starfsmaðurinn  er hvattur til  að fara í raunfærnimat og er þá starfsreynsla og menntun metin og útbúin áætlun sem beinist að því  að ljúka námi og öðlast réttindi. Iðan fræðslusetur sér um raunfærnimatið og aðstoðar viðkomandi til að komast í nám en hægt er að stunda námið með vinnu.

Allir starfsmenn t.d. í byggingavinnu eiga samkvæmt lögum að ganga með starfsmannaskírteini sem staðfestir hver hann er og hjá hverjum hann starfar.

Ein af ástæðunum fyrir því að starfsmenn eru skyldaðir til að ganga með starfsmannaskírteini er mikill fjöldi starfsmanna  af erlendum uppruna.  Nokkuð hefur verið um  að þeir hafi verið hlunnfarnir og ekki notið þeirra réttinda sem þeim ber. 

Með starfsmannaskírteininu er tryggt að starfsmaðurinn er rétt skráður og  kominn með íslenska kennitölu sem er forsenda þess að hann geti  t.d. notið réttinda á Íslandi t.d í heilbrigðiskerfinu.

Á stundum hefur eftirlitið verið í samstarfi við RSK og beinist þá eftirlitið einnig að skattaskilum fyrirtækja.

Sá þáttur sem snýr að skattaskilum fyrirtækja hefur alfarið verið  í höndum starfsmanna RSK.

Oft eru það sömu fyrirtækin sem eru að brjóta á starfsmönnum og eru ónákvæm í uppgjöri á skattinum.

Skilvirkt eftirlit beinist einnig að svartri vinnu þ.e. þegar vinnulaun eru ekki gefin upp til skatts.

Allir þessir þættir sem hér hafa verið taldir upp eru sífellt í skoðun og mjög mikilvægt að fylgst sé með þeim því þeir sem komast undan skyldum sem þeir taka á sig sem atvinnurekendur með svartri vinnu, greiða undir umsömdum kauptöxtum, brjóta iðnlöggjöfina  og standa ekki skil á sköttum eru að undirbjóða þá sem standa í skilum og um leið að stela frá samfélaginu og brjóta á einstaklingum.

F.h   Samiðnar

Þorbjörn Guðmundsson.

Spyr.is falaðist eftir því að fá upplýsingar um fjölda mála sem hefðu komið upp, þar sem starfsmenn eru ekki með tilskilin leyfi.  Samiðn býr ekki yfir þeim upplýsingum og það er mat Spyr.is að þær upplýsingar séu heldur ekki til hjá Samtökum atvinnulífsins.

Uppruni heimildar

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 75.326 sinnum.