Fyrri mynd
Nęsta mynd
Ok
Velkomin į Hringsjį. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna.
Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Konur elska hið einfalda - karlmenn
Neytendasamtökin gagnrýna skort á upplýsingum um eldsneytisverð
Neytendasamtökin gagnrýna skort á upplýsingum um eldsneytisverð
Neytendamįl  06. september 2011

Verðupplýsingar eiga að vera á netinu

Neytendasamtökin gagnrýna skort á upplýsingum

Hversvegna draga olíufélögin úr verðupplýsingum til neytenda?

Frá því síðla árs 2004 hófu Neytendasamtökin að birta verð á 95 oktana bensíni og díselolíu hér á heimasíðunni. Á þeim tíma birtu öll olíufélögin á heimasíðum sínum verð á einstökum stöðvum nema Olís sem birti eingöngu verð á stærstu stöðvunum.

Fyrir fáum árum ákvað N1 að birta aðeins algengasta verðið sem boðið var upp á. Gagnrýndu samtökin þennan skort á verðupplýsingum. N1 hóf síðar að birta verð á þeim stöðvum sem bjóða lægsta verð hverju sinni og fljótlega fylgdi Olís á eftir. Nú hefur Shell bæst í hópinn og er hætt að birta verð á einstökum stöðvum og birtir aðeins algengasta verðið. Það skal tekið fram að áfram birta Atlantsolía, Orkan og ÓB verð á öllum stöðvum sínum.

Neytendasamtökin gagnrýna harkalega þessa þróun, enda eru stóru olíufélögin með þessu að draga úr verðupplýsingum og þar með möguleikum neytenda til fylgjast með verði. Gagnsæi er orð sem mikið er notað í dag og almenningur krefst þess að gagnsæi verði aukið til muna í íslensku samfélagi. Með þessum breytingum stóru olíufélaganna þriggja hafa þau dregið úr gagnsæi á þessum markaði. Þetta harma Neytendasamtökin.

Því hvetja Neytendasamtökin þessi olíufélög að taki upp fyrri starfshætti og birti á heimasíðum sínum verð á eldsneyti á öllum stöðvum sem þau reka. Slíkt myndi auka samkeppni á þessum markaði, neytendum til hagsbóta.

Grein birtist á  vef NS.is

Lykilorš:
Senda grein
Prenta
Žessi sķša hefur veriš skošuš 23.105 sinnum.