Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Við sjáum hlutina aldrei eins og þeir eru, við sjáum þá eins og við erum.
Anais Nin
Verður sett aukagjald á nettengingar? - Mynd: Getty Images
Verður sett aukagjald á nettengingar? - Mynd: Getty Images
Neytendamál  13. október 2010

Við mótmælum hugmynd STEFS!

Undirskriftalisti settur upp á netinu

Mikil óánægja hefur komið í ljós með hugmyndir STEF Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar um að leggja sérstakt gjald á allar nettengingar á Íslandi sem skuli renna til STEF.

Sett hefur verið upp sérstök vefsíða,þar sem hægt er að setja nafn sitt á undirskriftalista,vefsíðan er á slóðinni netfrelsi.is,en á síðunni eru eftirfarandi skilaboð:

Við mótmælum hér með hugmynd STEFS um álagningargjöld á nettengingum hjá viðskiptavinum sem eru í viðskiptum hjá netveitum á íslandi. Við ætlum ekki að greiða hærri gjöld fyir nettengingar hjá okkur og allra síst ef aurinn fer til STEFS sem á að kalla STEFGJÖLD! þið takið nú nóg af okkur.

Blóðsugur Íslenska Almúgans!

Svo það sé hægt að koma með þetta fyrir nefnd vinsamlegast hafið raunveruleg nöfn ykkar í undirskriftum.

Nú skal berjast fyrir réttindum okkar!
Láttu orðið berast! Listinn verður sendur til STEFS og Netveita hér á Íslandi þann 18. október en mótmælin skulu standa yfir til 15. október.

www.netfrelsi.is  - vefsíða undirskriftalistans.

www.stef.is - vefsíða STEF Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 70.408 sinnum.