Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Sumir segja að grasið sé grænna hinumegin en ég segi að grasið verður eins grænt og þú nennir að vökva það.
Friðrik Hreinsson
Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það skýlaust lögbrot ef vara er ekki verðmerkt.
Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það skýlaust lögbrot ef vara er ekki verðmerkt.
Neytendamál  06. mars 2011

Verðmerkja ekki kjötvörur

Neytendasamtökin fá fjölda kvartana

Þann 1. mars síðastliðinn tóku gildi nýjar reglur varðandi verðmerkingar á kjötvörum. Nú er óheimilt að verðmerkja kjötvörur sem seldar eru í staðlaðri þyngd, með smásöluverði, áður en þær koma í verslanir. Neytendasamtökin hafa fengið fjölda kvartana að undanförnu vegna skorts á verðmerkingum kjötvara í verslunum. Eftir að kjötvinnslum var bannað að merkja vörur sínar áður en þær fara í verslanir er mikið um að kjötvörur séu alls ekki verðmerktar. Það er skýlaust lögbrot.

Þann 1. mars síðastliðinn tóku gildi nýjar reglur varðandi verðmerkingar á kjötvörum. Nú er óheimilt að verðmerkja kjötvörur sem seldar eru í staðlaðri þyngd, með smásöluverði, áður en þær koma í verslanir. Eftir sem áður er verslunum skylt að gefa upp verð á öllum vörum með áberandi hætti. Það hefur hinsvegar verið trassað eftir að reglur um bann við forverðmerkingum tóku gildi, samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum.

Þann fyrsta júní næstkomandi verður stigið næsta skref varðandi forverðmerkingar á kjötvörum. Þá munu sömu reglur gilda um kjötvörur sem ekki eru seldar í staðlaðri þyngd en þá verða verslanir að hafa skanna nálægt vörunum þannig að neytendur geti séð, t.d. hvað lambalærið kostar. Kílóverðið ber hinsvegar að upplýsa á verðskilti.

Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það skýlaust lögbrot ef vara er ekki verðmerkt. Það sé hinsvegar ekki nóg að setja upp verðskilti bara einhversstaðar. Algengt sé, t.d. varðandi frystivörur að verðskilti séu ekki nálægt vörunni, og það taki neytandann oft langan tíma að para saman verð og vöru. Hann ítrekar jafnframt að verslanir geti ekki notað bann við forverðmerkingum á kjötvörum sem afsökun fyrir því að brjóta lög.

Rúv.

Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 93.914 sinnum.