Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á Hringsjá. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Lífið er þeim harmleikur, sem finna til, og skopleikur hinum, sem hugsa.
Jean de La Bruyère
Borga og brosa!
Borga og brosa!
Lögaðilar, Neytendamál  18. janúar 2014

Húsfélög ættu að fara að lögum

Að jafnaði er það eigandi einn sem hefur rétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni

Send var fyrirspurn til Spyr.is:

Er það í samræmi við lög og reglur að húsfélag í fjölbýlishúsi ráði til sín verktaka í viðhald, sendi hann síðan til íbúðareiganda að honum forspurðum og án beiðnar, til þess að vinna verk í séreign íbúðareiganda, taki við reikning frá verktaka,fái endurgreiddan virðisaukaskattinn frá ríkissjóði, en sendi svo íbúðareigandanum staðlaðan reikning án VSK. fyrir verki sem "unnið" var?

Hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, svaraði Inga Skarphéðinsdóttir, lögfræðingur.

Í þessu svari verður gengið út frá því að eignarhlutinn sem um ræðir teljist til séreignar viðkomandi íbúðareiganda samkvæmt skilgreiningu í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994. Um þá hluta húss sem flokkast undir sameign gilda önnur sjónarmið.
 
Að jafnaði er það eigandi einn sem hefur rétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni. Þá er honum skylt samkvæmt lögunum að halda allri séreign sinni vel við og er allur kostnaður sem af því hlýst sérkostnaður hans, þ.e. hann verður ekki greiddur af húsfélagi. Meginreglan er því sú að það er á valdi eiganda að ákveða í hvaða viðgerðir hann ræðst á séreign sinni hverju sinni, að því gefnu að hann gæti að áðurnefndri skyldu sinni að halda eign sinni við.

Ef eigandi hins vegar vanrækir þessa skyldu sína á nauðsynlegu viðhaldi séreignar, þannig að sameign hússins eða einstakir séreignarhlutir líða fyrir vanræksluna og liggja undir skemmdum, eða viðhaldsleysið veldur verulegum ama eða rýrnun á verðmæti annarra eigna, geta aðrir eigendur eða húsfélagið látið framkvæma viðhald og viðgerðir og aðrar ráðstafanir á kostnað eigandans. Er eiganda skylt að veita óhindraðan aðgang að séreign sinni í þessu skyni.

Áður en til þess kemur verða eigendurnir/húsfélagið þó að hafa sent a.m.k. eina skriflega áskorun og aðvörun til eiganda, eins og fram kemur í 26. gr. laganna.

Hafi engin slík áskorun eða aðvörun verið send, þá eru slíkar framkvæmdir ekki heimilar samkvæmt lögunum. Séu hins vegar öll skilyrði laganna uppfyllt, þá er heimilt að framkvæma nauðsynlegt viðhald og viðgerðir á kostnað eigandans.

Gera verður ráð fyrir því að þar sé átt við heildarkostnað af verkinu, þ.e. að meðtöldum virðisaukaskatti, þrátt fyrir að það komi ekki fram berum orðum. Þannig ætti eigandinn af fá endurgreiddan virðisaukaskattinn, enda sé hann greiðandi fyrir það verk sem unnið er.

Uppruni heimildar: http://spyr.is/grein/ymsar-spurningar/5030


Lykilorð:
Senda grein
Prenta
Þessi síða hefur verið skoðuð 73.286 sinnum.