Lind fasteignasala - gleymið henni
boðleg vinnubrögð hjá Lind FasteignasalaLind fasteignasala - gleymið henni
Hannes Steindórsson
Þórunn Gísladóttir
Ég gerði þann 24.júní 2015 kauptilboð í eign sem á prentuðu söluyfirliti sem ég fékk við skoðun á eigninni stóð á meðal annars að eign fengist afhend strax. Síðan kemur það í ljós daginn eftir að kauptilboð er gert, að eignin fæst ekki afhend strax, heldur stóð nú til eftir að kauptilboðið kom frá mér að hún yrði afhent aðeins fjórum sólarhringum fyrir þann dag sem ég átti sjálfur að afhenda eign sem ég hafði þegar selt sem var 20. ágúst. Engin skýring var gefin á þessu fyrr eða síðar og ekki var neinn leigusamningur á eigninni á þessum tíma. Þarna var ég og aðrir sem höfðu áhuga á eigninni blekktir visvítandi. Síðar við gerð kaupsamning setti Lind fasteignasala inn nýja klausu um að afhendingartíminn hefði verið 11.ágúst eða fyrr.
Þegar ég var fluttur inn í nýju íbúðina kom strax í ljós mikill vatnsleki en í söluyfirliti við skoðun spurði ég fasteignasalann Hannes Steindórsson sem var með tiltekna eign hvort það væri rétt skilið það sem stæði í söluyfirlitinu að engir gallar væru á eigninni og sagði hann enga galla vera til staðar.
Hannes þessi sem er reyndar einnig einn eigenda stofunnar kom aldrei að viðskiptunum og hafði aldrei samband eða afgreiddi kaupin, engin skýring var heldur gefin á þessu, þurfti ég að fá annan fasteignasala frá annarri fasteignasölu til þess að aðstoða mig við kaupin en samt þurfti ég að greiða Lind fasteignasölu tæpar 60.000 kr. í umsýslugjald semsagt fyrir enga þjónustu.
Hafði ég samband við lögmann til þess að knýja í gegn bætur fyrir skemmdir sem voru á eigninni af völdum lekans sem var ekki gott að sjá við venjulega skoðun. Sagði lögmaðurinn mér þá að hann hafi þegar verið búinn að fara nokkrar ferðir í Lind fasteignasölu með skjólstæðingum sínum til þess að rétta hlut þeirra.
Frekari upplýsingar væntanlegar.
Sjá: Hver ber ábyrgð á vatnstjóni sem kemst upp eftir kaup?
Tengill á vefsíðu Spyr.is
Fyrir hönd AM Praxislögfræðiþjónustu svaraði Halldór Þ. Þorsteinsson, lögfræðingur LL.M:
Við kaup á íbúðarhúsnæði er almennt gengið út frá því að fasteignin hafi þá eiginleika sem leiðir af kaupsamningi og lögum, auk þess sem almennt er gert ráð fyrir miðað við gerð og aldur fasteignarinnar. Komi til þess að fasteign skorti þá eiginleika sem kaupandi mátti ganga út frá að fasteignin hefði við samningsgerðina telst fasteignin þá gölluð samkvæmt reglum fasteignakaupalaga nr. 40/2002.
Seljandi getur borið ábyrgð á galla þó að gallinn eða afleiðingar hans komi síðar í ljós. Sérstaklega á þetta við þegar um leyndan galla er að ræða á borð við leka eða raka sem hafa að öllum líkindum verið til staðar þegar kaup fóru fram. Ástæðan er sú að erfitt kann að vera fyrir kaupanda að koma auga á galla af þessu tagi við hefðbundna skoðun. Almennt er rík skylda lögð á seljanda að hann upplýsi kaupanda um þá galla er varða fasteign og ætla megi að hafi mikla þýðingu fyrir kaupanda. Ekki er þó ætlast til þess af seljanda að hann upplýsi um allt sem farið hefur úrskeiðis yfir líftíma eignarinnar, en meginreglan er sú að þau atriði sem seljandi þekkir til eða ætti að þekkja til og ætla megi að hafi þýðingu fyrir mat kaupanda á eigninni, ber seljanda að upplýsa kaupanda um. Þar með taldir eru gallar sem eru kaupanda ekki sjáanlegir við venjulega skoðun.
Miðað við lýsingu spyrjanda ber það tilvik sem hér um ræðir þess merki að seljandi kann að hafa verið grandlaus um lekann. Fasteign telst hins vegar gölluð ef hún er ekki í samræmi við upplýsingar sem seljandi veitir eða veittar eru í auglýsingum, söluyfirliti eða öðrum sölu-og kynningargögnum um hana. Kaupandi ber að sama skapi aðgæsluskyldu og er mikil áhersla lögð á að kaupandi skoði eigna af athygli áður en ráðist er í kaup. En kaupandi getur beitt ákveðnum vanefndarúrræðum vegna galla í fasteignakaupum gegn því skilyrði að viðkomandi galla sé ekki unnt að rekja til atvika sem eru á hans ábyrgð eða kaupanda sjálfum að kenna. Úrræðin sem um ræðir eru rifting, að krefjast úrbóta, afsláttar eða skaðabóta og að halda eftir greiðslu.
Með hliðsjón af lýsingu spyrjanda má telja skynsamlegt að afla matsgerðar til þess að skýra umfang gallans og líklegan kostnað við úrbætur. Í kjölfarið er unnt að krefjast annað hvort úrbóta af hálfu seljanda eða afsláttar af kaupverði sem nemur kostnaði við úrbætur gallans.
Uppruni greinar á Spyr.is
Lykilorð:
Þessi síða hefur verið skoðuð 88.119 sinnum.
Lind fasteignasala - gleymið henni
Hannes Steindórsson
Þórunn Gísladóttir
Ég gerði þann 24.júní 2015 kauptilboð í eign sem á prentuðu söluyfirliti sem ég fékk við skoðun á eigninni stóð á meðal annars að eign fengist afhend strax. Síðan kemur það í ljós daginn eftir að kauptilboð er gert, að eignin fæst ekki afhend strax, heldur stóð nú til eftir að kauptilboðið kom frá mér að hún yrði afhent aðeins fjórum sólarhringum fyrir þann dag sem ég átti sjálfur að afhenda eign sem ég hafði þegar selt sem var 20. ágúst. Engin skýring var gefin á þessu fyrr eða síðar og ekki var neinn leigusamningur á eigninni á þessum tíma. Þarna var ég og aðrir sem höfðu áhuga á eigninni blekktir visvítandi. Síðar við gerð kaupsamning setti Lind fasteignasala inn nýja klausu um að afhendingartíminn hefði verið 11.ágúst eða fyrr.
Þegar ég var fluttur inn í nýju íbúðina kom strax í ljós mikill vatnsleki en í söluyfirliti við skoðun spurði ég fasteignasalann Hannes Steindórsson sem var með tiltekna eign hvort það væri rétt skilið það sem stæði í söluyfirlitinu að engir gallar væru á eigninni og sagði hann enga galla vera til staðar.
Hannes þessi sem er reyndar einnig einn eigenda stofunnar kom aldrei að viðskiptunum og hafði aldrei samband eða afgreiddi kaupin, engin skýring var heldur gefin á þessu, þurfti ég að fá annan fasteignasala frá annarri fasteignasölu til þess að aðstoða mig við kaupin en samt þurfti ég að greiða Lind fasteignasölu tæpar 60.000 kr. í umsýslugjald semsagt fyrir enga þjónustu.
Hafði ég samband við lögmann til þess að knýja í gegn bætur fyrir skemmdir sem voru á eigninni af völdum lekans sem var ekki gott að sjá við venjulega skoðun. Sagði lögmaðurinn mér þá að hann hafi þegar verið búinn að fara nokkrar ferðir í Lind fasteignasölu með skjólstæðingum sínum til þess að rétta hlut þeirra.
Frekari upplýsingar væntanlegar.
Sjá: Hver ber ábyrgð á vatnstjóni sem kemst upp eftir kaup?
Tengill á vefsíðu Spyr.is
Fyrir hönd AM Praxislögfræðiþjónustu svaraði Halldór Þ. Þorsteinsson, lögfræðingur LL.M:
Við kaup á íbúðarhúsnæði er almennt gengið út frá því að fasteignin hafi þá eiginleika sem leiðir af kaupsamningi og lögum, auk þess sem almennt er gert ráð fyrir miðað við gerð og aldur fasteignarinnar. Komi til þess að fasteign skorti þá eiginleika sem kaupandi mátti ganga út frá að fasteignin hefði við samningsgerðina telst fasteignin þá gölluð samkvæmt reglum fasteignakaupalaga nr. 40/2002.
Seljandi getur borið ábyrgð á galla þó að gallinn eða afleiðingar hans komi síðar í ljós. Sérstaklega á þetta við þegar um leyndan galla er að ræða á borð við leka eða raka sem hafa að öllum líkindum verið til staðar þegar kaup fóru fram. Ástæðan er sú að erfitt kann að vera fyrir kaupanda að koma auga á galla af þessu tagi við hefðbundna skoðun. Almennt er rík skylda lögð á seljanda að hann upplýsi kaupanda um þá galla er varða fasteign og ætla megi að hafi mikla þýðingu fyrir kaupanda. Ekki er þó ætlast til þess af seljanda að hann upplýsi um allt sem farið hefur úrskeiðis yfir líftíma eignarinnar, en meginreglan er sú að þau atriði sem seljandi þekkir til eða ætti að þekkja til og ætla megi að hafi þýðingu fyrir mat kaupanda á eigninni, ber seljanda að upplýsa kaupanda um. Þar með taldir eru gallar sem eru kaupanda ekki sjáanlegir við venjulega skoðun.
Miðað við lýsingu spyrjanda ber það tilvik sem hér um ræðir þess merki að seljandi kann að hafa verið grandlaus um lekann. Fasteign telst hins vegar gölluð ef hún er ekki í samræmi við upplýsingar sem seljandi veitir eða veittar eru í auglýsingum, söluyfirliti eða öðrum sölu-og kynningargögnum um hana. Kaupandi ber að sama skapi aðgæsluskyldu og er mikil áhersla lögð á að kaupandi skoði eigna af athygli áður en ráðist er í kaup. En kaupandi getur beitt ákveðnum vanefndarúrræðum vegna galla í fasteignakaupum gegn því skilyrði að viðkomandi galla sé ekki unnt að rekja til atvika sem eru á hans ábyrgð eða kaupanda sjálfum að kenna. Úrræðin sem um ræðir eru rifting, að krefjast úrbóta, afsláttar eða skaðabóta og að halda eftir greiðslu.
Með hliðsjón af lýsingu spyrjanda má telja skynsamlegt að afla matsgerðar til þess að skýra umfang gallans og líklegan kostnað við úrbætur. Í kjölfarið er unnt að krefjast annað hvort úrbóta af hálfu seljanda eða afsláttar af kaupverði sem nemur kostnaði við úrbætur gallans.
Uppruni greinar á Spyr.is